Hrísgrjón í Kína

Hrísgrjón er sú fæða sem við tengjum einna sterkast við Kína. Þar eru víða markaðir með tugum ólíkra grjónategunda, bæði innlendra og frá nálægum Asíuríkjum. Eina tegund grjóna fundum við þó ekki á markaðnum. Eftir leit fannst hún að lokum í búð neðar í götunni sem verslar með vörur úr öðrum menningarheimi, sem menn tengja allajafna við skyndibita og ýmsa óhollustu. Þessi hrísgrjón voru frá Uncle Ben’s og kostuðu tífallt á við grjónakílóið á markaðnum. Án þess að geta alhæft um þetta virðist sem Kínverjar séu ekki mikið fyrir hýðishrísgrjón!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband