2.12.2007 | 11:40
Það sem vantar í umræðuna
Eitt sem ekki hefur farið hátt í þessari umræðu er að ef vínsala færist í matvöruverslanir, þá verður ríkið af tekjum af áfengissölu. Það er hinsvegar ríkið sem stendur straum af öllum kostnaði sem áfengisneysla hefur í för með sér; í heilbrigðiskerfinu, hjá löggæslunni, í forvörnum o.s.frv. Út frá þessum sjónarmiðum er eðlilegast að sem allra mest af tekjum af áfengissölu renni áfram í ríkissjóð.
Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þú meinar eins og allir tugir milljarðanna sem eru teknir með eldsneitisgjaldi og bifreiðagjaldi og eiga að skila sér í öruggum og góðum samgöngum en gera það bara ekki : )
Hafliði (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:29
Þeir sem vilja fara með vín í búðir og skerða þar með tekjur ríkissjóðs, verða að segja það kinnroðalaust hvernig á að fjármagna það áður var kostað með áfengisgjaldi og hagnaði af rekstri Vínbúðanna. Kostnaður af áfengisneyslu lendir að stærstum hluta á ríkinu, og þar á líka sem mestur hluti teknanna að lenda.
Jón Þór Bjarnason, 2.12.2007 kl. 12:45
Jón Þór: Ég vil fara með bjór og léttvín og búðir og ég skal svara þessu kinnroðalaust, enda fullkomlega réttmæt spurning.
1) Ekki stendur til að fella niður áfengisgjaldið eða skatta á áfengi, enda myndi það þýða geigvænlega lækkun á öllu áfengisverði. Búðir þyrftu ennþá að kaupa af ríkinu og ríkið gæti því ennþá ákveðið það verð með nákvæmlega sama hætti og áður.
2) Hagnaður af verslunum vínbúða rennur bara til ríkissjóðs, hann er ekki eyrnamerktur forvörnum eða lögreglu eða neinu þvíumlíku, hann fer bara í pottinn. Að taka burt þann hagnað hefur því engin meiri áhrif á forvarnarstarfið heldur en að einkavæða Símann til dæmis (sem skilaði mun meiri hagnaði). Það væri hægt að færa rök fyrir því að hagnaður af sölu áfengis ÆTTI að renna til meðferðar- og forvarnarmála, en það er allavega ekki tilfellið í dag og því myndi bjór og léttvín í búðum ekki hafa nein áhrif á það sem almennur niðurskurður í kerfinu hefði ekki.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:11
Ég veit vel að það stendur ekki til að fella niður áfengisgjald, en það stendur til að lækka það, einfaldlega vegna þess að einkamarkaðurinn sættir sig ekki við jafn lága álagningu og Vínbúðunum er lögboðið að leggja á vörurnar. Hvort hagnaður ríkisins er eyrnamerktur kostnaði sem hlýst af áfengisneyslu skiptir mig engu, hann er í það minnsta hluti af þeim potti sem greiðir m.a. kostnað í heilbrigðiskerfinu sem áfengisneysla skapar. Tekjur hverfa úr okkar sameiginlegu sjóðum ef vínið fer í búðirnar, en kostnaðurinn stendur eftir, annaðhvort óbreyttur, eða, eins og sumir vilja meina, talsvert hærri, vegna auðveldara aðgengis og aukinnar neyslu. Að sjálfsögðu eiga tekjurnar að fara til þess sem verður fyrir mestum kostnaði vegna neyslunnar.
Jón Þór Bjarnason, 2.12.2007 kl. 13:50
Ok Páll, segðu okkur þá hvar við ættum að auka skattálögur til að mæta því tekjutapi sem ríkissjóður verður fyrir ef vínsalan fer í búðirnar?
Jón Þór Bjarnason, 2.12.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.