Súrefnisríkur öldugangur og Spánskaveikin

Hef verið að fara niður á Borgarsand við Sauðárkrók til að hlaupa þar og ganga mér til heilsubótar. Fjaran út á Söndum, eins og Króksarar kalla hana, er um 4 km löng, með opinn Skagafjörðinn á aðra hönd og uppgrædda sandhóla á hina. Maður er algjörlega í eigin heimi í þessari útivistarparadís, þar sem öldurnar framleiða ofurskammta af súrefni fyrir þanin lungun. Fyrir um 90 árum síðan var afa mínum heitnum, Jóni Eðvald Guðmundssyni, ráðlagt það af lækninum sínum að fara daglega niður í fjöru og draga þar andann djúpt um stund, til að ná sér eftir Spönskuveikina. Súrefnisríkt ölduloftið virkaði vel, afi var óvenju fljótur að ná sér og lenti því ekki í hópi þeirra tæplega fimm hundruð Íslendinga sem veikin drap. Á heimsvísu létust ekki minna en 25 milljónir manna úr þessari þeirra tíma fuglaflensu, sem rakti uppruna sinn til Bandaríkjanna en ekki Spánar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband