22.11.2007 | 21:03
Tyrkjaveisla í Ameríkunni
Einn góður vinur minn býr vestanhafs og hefur gert um einhverra ára skeið. Í msn-spjalli áðan sagði hann mér frá því að nú væri Þakkargjörðardagur, og að hann væri á leiðinni í Tyrkjaveislu. Ég fór eitthvað að spyrja út í það og fékk þá að vita að Tyrkinn yrði étinn; hann væri í ofninum og alveg að verða steiktur. Hvítir Bandaríkjamenn hafa nú oft komið illa fram við fólk með annan hörundslit, en þetta fannst mér fullmikið af því góða. Ég komst svo að hinu sanna í málinu þegar hann spurði: Hvað heitir það annars á íslensku, Turkey?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.