22.11.2007 | 15:23
Er skólinn loks að slíta sig frá kirkjunni?
Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins er börnum nú óheimilt að fara í ferðir á skólatíma sem tengjast fermingafræðslu. Bréf um þetta efni var sent grunnskólum landsins í síðustu viku. Þessu fagna ég, sem hef lengi gagnrýnt hvað kirkjan hefur víða óheftan aðgang að skólabörnum. Að mínu mati eiga trúboð og fræðsla, kirkja og skóli, menntun og trúmál, enga samleið. Af gefnu tilefni má líka taka fram að börn sem eru annarrar trúar, fermast borgaralegri fermingu, eða kjósa að fermast ekki, hafa verið algjörlega utanveltu í því fyrirkomulagi sem verið hefur við lýði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.