20.8.2007 | 17:02
Að lokinni landbúnaðarsýningu
Við héldum vel heppnaða landbúnaðarsýningu og bændahátíð hér á Krók um helgina, aðsókn tvöfaldaðist frá fyrra ári, yfir 4.000 gestir komu í blíðskaparveðri og flottri stemningu. Fyrirtækin sem voru hjá okkur voru hæstánægð með sinn hlut og gestir sýningarinnar hrósuðu þessum viðburði okkar mikið. Allir virtust finna eitthvað við sitt hæfi og margir komu komu alla þrjá sýningardagana. Gestirnir voru margir komnir langt að, mjög margir að austan og vestan, en einnig frá Suðurlandi, einhverjir alla leið frá Kirkjubæjarklaustri. Nú liggur maður í spennufalli en reynir samt að njóta þess hvað allt gekk vel. Landbúnaðarsýning á Sauðárkróki hefur alla burði til að verða haldin með enn glæsilegri hætti eftir eitt ár; það yrði þá fjórða árið í röð!
Athugasemdir
Góður, til hamingju með þetta og njóttu spennufallsins.
kv, Villý
Villý (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 09:44
Takktakk :) ...maður er allur að koma til, svolítið andlaus, en allt í rétt átt samt. Sumarfríið sem maður sleppti verður vel þegið núna :)
Jón Þór Bjarnason, 21.8.2007 kl. 12:34
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 19:55
Já þetta var flott Sveitasæla!
Guðrún Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.