Gullkorn fyrrum Glitnisstjóra

Allajafna finnast mér frasakendar og leiðinlegar ráðleggingar um hvernig maður eigi að lifa lífinu. Undantekningar geta þó verið á þessu þegar menn tjá sig persónulega um hvað reynst hefur þeim best. Bjarni Ármannsson á nokkra ágæta spretti á þessum nótum í Blaðinu í dag, þó inn á milli séu því miður klisjur. Ef maður horfir fram hjá þeim, þá finnur maður nokkur gullkorn. Eitt af því skemmtilegra hljómaði svona: "Ef maður ætlar sér að fá hluti sem maður hefur aldrei fengið áður, þá verður maður að gera hluti sem maður hefur aldrei gert áður." Og svo er það þetta með hamingjuna, sem Bjarni bendir réttilega á að sé viðhorf, ekki ástand. Mín reynsla er sú að hamingjuna finnur maður oft í smábútum, litlum mómentum, hér og hvar í dagsins önn. Maður skynjar hana hinsvegar hvorki, né upplifir, ef viðhorfið er ekki rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

og svo má bæta við , að langi mann nógu mikið til einhvers eða að gera eitthvað þá er ekkert í heiminum sem stoppar mann, nema kannski maður sjálfur !!

Vá þessi var djúpur maður!! sjúkk

Sigurður Baldursson, 5.8.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já það þarf að vera dýpt í þessu líka, hehehe... Auðvitað er maður sjálfur helsta hindrunin...  er það ekki dyggð að kunna sér hóf og þekkja sín takmörk? ;c)

Jón Þór Bjarnason, 6.8.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Ár & síð

Það er vissulega gott að þekkja sín takmörk en er ekki líka bráðnauðsynlegt að reyna að færa þau út?
Hóf er hins vegar best í hófi.
Matthías 

Ár & síð, 6.8.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já einmitt, og það gerist heldur ekki mikið meira en þetta vanalega ef maður er ekki tilbúinn að stíga út fyrir "þægindasvæðið" sitt...

Jón Þór Bjarnason, 6.8.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband