22.7.2007 | 22:41
Lundinn ekki alveg horfinn...
Í vikunni þaráundan fóru vaskir kappar á zodiacplastara í Drangeyjarferð. Gist var í skálanum góða og dvalist þar tvær nætur. Eitthvað var reynt að háfa af lunda, en það gekk brösuglega til að byrja með. Okkur leiddist þó ekki, það er ekki hægt í svona eyju, sem er löðrandi í sagnaarfi, jarðfræðiundrum og stórkostlegu fuglalífi, að maður tali nú ekki um frískandi félagsskapinn af hverjum öðrum. Á síðasta degi kom þoka og með henni, já merkilegt nokk, vindur! Þá tók fuglinn upp á því að fljúga í háfana, já við bara komust ekki hjá því að aflífa nokkra. Og tókum svo mynd af öllu saman, í þokunni. En ekki samt segja Vestmannaeyingum frá því að enn sé nóg af lunda í Drangey... usssss
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.