17.7.2007 | 18:10
Enginn hundur í mér á þessum sólskinsdegi
Það er allt í lagi að vera æstur, að láta sig málin skipta og geta tjáð skoðanir sínar af tilfinningaþunga, en að mínu mati er sjaldnast í lagi að taka þátt í múgæsingu. Reynslan hefur sýnt okkur að við þannig aðstæður brenglast dómgreindin og við veitum okkur sjálfum grimmdarlegt "veiðileyfi" á samborgara okkar. Við þessar blindandi aðstæður gleymist alveg að tvær hliðar eru á flestum málum og allt of sjálfsagt verður að dæma náungann hart, stundum á alltof veikum grunni. Þó ég sé hissa á okkur mannfólkinu, þá er enginn hundur í mér í dag, þegar sólin skín bæði ytra sem innra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.