Garanterað létt lunda geð

Lundaveiðiferð 2006Nú brestur á með árlegri veiðiferð í Drangey, þar sem dvalist verður í tvo daga við að háfa lunda. Það getur þó oft verið snúið ef lygnt er, því þá flýgur fuglinn minna og hægar og lítið veiðist, en spáin er því miður í þá veruna. Bresti í aflabrögðum er þó allajafna tekið með stóískri ró, enda ekki síður gefandi að njóta náttúrunnar og útivistar í góðum félagsskap. Hvort sem lundinn verður snúinn eða ekki, er nokkuð víst að lundin verður létt þegar komið er úr eyjaferðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband