Kosningar og Krítarferð

Nú rennur allt saman í eitt, kosningarnar og niðurstöður þeirra munu berast okkur skötuhjúum til eyrna um suðandi langbylgju þegar við ökum í nóttinni suður í Leifsstöð, á leið í vikufrí á Krít. Þetta er útskriftarferðin mín, þetta eru tvær útskriftarferðir fyrir hana, og svo fögnum við því að hafa þekkst í 25 ár. Krókurinn er over and out fram í þarnæstu viku ;c)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góða skemmtun í fríinu og hafðu það gott og til hamingju með útskriftina. Svo þegar þú kemur aftur verður komin ný stjórn væntanlega

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.5.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Góða ferð og til hamingju með 25 árin! Veit ekki hvernig stjórn verður - en kannski verður komið vor í næstu viku?

Guðrún Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gáðu nú vel að þér strákur. Mér er sagt að þeir séu slæmir með það þarna niðurfrá að hella víni í saklausa útkjálkamenn og plata þá svo á eftir.

Vona að þið njótið ferðarinnar landi og þjóð og Hólaskóla til sæmdar.

Árni Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband