Fyrstu ferðamálafræðingar Hólaskóla

Útskriftarhópur 2007Laugardaginn 26. maí útskrifar Hólaskóli ferðamálafræðinga í fyrsta sinn. Níu manna hópurinn flutti fyrirlestra um ritgerðir sínar í vikunni, og við það tilefni tók Sólrún rektorsfrú myndina hér til hliðar. 

Hópurinn er hér ásamt umsjónarmanni lokaritgerða Guðrúnu Helgadóttur (l.t.v.) og prófdómara Edward H Huijbens (l.t.h.). Nemendurnir eru taldir frá vinstri:

  • Anna Margrét Ólafsdóttir Briem skrifaði um Mikilvægi þess að varðveita verkþekkingu fyrir ferðaþjónustu,
  • Ólöf Vigdís Guðnadóttir: Markaðssetning áfangastaðar - Akraneskaupstaður,
  • Hólmfríður Erlingsdóttir: Skemmtiferðaskip og ferðalangar. Þjónusta, áhrif og áfangastaðir í landi,
  • Gunnar Páll Pálsson: Lækningaferðaþjónusta. Möguleikar á Íslandi,
  • Margrét Björk Björnsdóttir: Römm er sú taug...,
  • Alda Davíðsdóttir: Myrk ferðamennska. Eins dauði er annars brauð,
  • Jón Þór Bjarnason: Út við ysta sæ: Ferðaþjónusta á Skagaströnd og nágrenni
  • Guðrún Brynleifsdóttir: Þar sem leiklist og ferðaþjónusta mætast.
Einn útskriftarneminn vildi hvorki vera á mynd né vera nefndur í texta og var orðið við þeirri beiðni. Heimild: http://www.holar.is/fr416.htm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Innilega til hamingju með þetta Jón Þór, ég á langt í land. Því miður komst ég ekki á fyrirlestrana og var alveg hundfúll yfir því. Allt saman áhugaverð verkefni. Nú er bara að nota þetta eitthvað? Einhverjar hugmyndir í gangi?

Karl Jónsson, 24.5.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Takk Kalli, það er afskaplega notaleg tilfinning að hafa lagt þessi þrjú ár að baki og náð þessum áfanga. Ég missti sjálfur af fullt af fyrirlestrum, var rétt ný lentur eftir viku Krítarferð og átti fullt í fangi með að undirbúa eigin fyrirlestur. Fljótlega verð ég búinn að jafna mig eftir törnina við lokaritgerðarskrifin og þá reyni ég að finna út, enn einu sinni, hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór ;c)

Jón Þór Bjarnason, 24.5.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til hamingju strákur!

Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta búgreinin og gengur þar næst hestamennskunni og kvenseminni. Eins og við Guðni segjum:

"Hvar sem hestamaður sést á skrafi við konu af erlendu þjóðerni þar er gróska og hagvöxtur í farvatninu". 

Árni Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hahaha Árni, þið klikkið ekki þið Guðni ;c)  Takktakk, vonandi finnur maður eitthvað við sitt hæfi í þessari vaxandi búgrein, ekki verra ef því fylgir gróska og vöxtur...

Jón Þór Bjarnason, 25.5.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband