21.4.2007 | 22:56
Eru Vestfirðingar hættir að vinna?
Tekjur Vestfirðinga hafa farið úr því að vera þær hæstu á hvern íbúa í landinu, í það að vera þær lægstu. Hagvöxtur er neikvæður meðan hann er jákvæður annarsstaðar á landinu. Of langt mál væri að útskýra allar breytistærðir og orsakir þessa, en sökin liggur að stórum hluta hjá ríkisvaldinu. Vestfirðingar vinna auðvitað baki brotnu eins og þeir hafa alltaf gert. En hvað? Mér finnst eins og Steinn Steinarr verði að fá orðið:
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Úff, þetta er óhugguleg mynd, eins og handlegg vanti við öxl.
Guggan?
Berglind Steinsdóttir, 22.4.2007 kl. 11:12
Mér er sagt að Vestfirðingar séu hættir að gera sér dagamun nema þá sjaldan að Alþingismenn koma í heimsókn, klappa þeim á bakið og segja glaðbeittir: "Ja, mikið andskoti lítur þú nú alltaf vel út karlinn!".
Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 15:41
Og svo fara þeir með sömu rulluna og fyrir fjórum árum... og Vestfirðingar eru eins og við öll hin, með algjört gullfiskaminni ;c)
Jón Þór Bjarnason, 28.4.2007 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.