20.4.2007 | 10:47
Valdníðsla Skjásins!!!
Hverslags viðskiptahættir eru það eiginlega í nútíma markaðsumhverfi að breyta einhliða vöru sem maður kaupir, taka út hluta af því sem keypt er, án þess að láta vita eða biðjast velvirðingar á breytingunum? Í nokkur ár hef ég verið kaupandi að Topp-pakka Skjásins. Í upphafi voru ákveðnar rásir í pakkanum sem heilluðu og höfðu áhrif á kaupin. Síðan þá hafa reglulega verið að detta inn og út rásir; MTV hvarf á sínum tíma, og nú um daginn datt Sirkus út. Þeir bera það fyrir sig að 365 hafi ákveðið að læsa síðastnefndu rásinni, en mér kemur það lítið við, ég er ekki í viðskiptum við það fyrirtæki. Upphaflega var þetta 10 rása pakki hjá þeim, nú eru þær bara 8, ef frá er talið frístöðin Skjár 1 og klukkutíma seinkun á Sjónvarpinu. Í mínum huga er þetta bara þjófnaður um hábjartan dag og ég held að ekkert fyrirtæki hafa jafn óheppilegt slagorð: Skjárinn á þínu valdi!
Athugasemdir
Og þú ætlar ... hérna .. auðvitað að segja upp áskriftinni, hömm hmm?
Berglind Steinsdóttir, 20.4.2007 kl. 17:41
Það er bara tímaspursmál. Ef engin viðbrögð verða frá þessu fyrirtæki þar sem þeir reyna að bæta okkur upp þetta rugl, þá verður þessum pakka sagt upp. Ég ætla að gefa þeim smá tíma. Ætla líka að hafa samband við Neytendasamtökin og sjá hvort þeir geta lagt okkur (notendum Topp-pakka Skjásins) eitthvert lið í þessum yfirgangi.
Jón Þór Bjarnason, 20.4.2007 kl. 17:58
Svona er þetta bara að vera neytandi á íslandi, ósmurt og ...
Egill Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 01:47
þetta sama gerist hjá bakaríunum. Munið þið eftir vínarbrauðslengjunum þegar þær voru skornar í tvennt af þvi þær voru svo langar og erfitt að pakka þeim? Nú er búið að minnka þær um helming en verðið lækkaði ekki
Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.4.2007 kl. 15:24
Enn hefur ekkert gerst hjá þessu fyrirtæki, þeir átta sig ekki á því að á endanum ráða neytendur. Áskriftinni hefur því verið sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum!
Jón Þór Bjarnason, 28.4.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.