Hvernig breytingar á flugi geta rústað ferðaþjónustu

Samgöngur eru eitt stærsta byggðahagsmunamálið, það hefur varla farið framhjá neinum eftir umræður síðustu vikna. Mikilvægustu samgöngumálin snúa að góðum akvegum milli byggðarlaga, en einnig að sjó- og flugsamgöngum. Nærtækasta dæmið um stórkostleg áhrif flugsamgangna fyrir eitt samfélag eru Vestmannaeyjar. Flugfélag Íslands hætti að fljúga þangað fyrir nokkrum árum og í stað stórra véla fóru minni vélar að fljúga þangað. Ferðamannastraumur til Eyja hrundi á örskömmum tíma úr 50 þúsund ferðmönnum í 15-20 þúsund ferðamenn. Það er þekkt að öflug ferðamennska getur haft áhrif á þjónustustig sem samfélagið allt nýtur góðs af, og þetta hefur vafalítið átt sinn þátt í að á síðustu árum hefur Eyjaskeggjum fækkað um 500 manns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband