18.4.2007 | 09:11
Hver vill saga hausinn af Árna Johnsen?
Ríkisstjórnin er tvívegis búin að svíkja loforð sem þeir hafa gefið um framkvæmdir á Suðurstrandarvegi. Ef Árni Johnsen verður kosinn á þing ætlar hann að sjá til þess að þetta verði ekki svikið í þriðja sinn. Ef það klikkar, segir Árni í Moggablaði dagsins (bls.30), þá "megið þið saga af mér hausinn og saga hægt". Er einhver örvænting að grípa um sig vegna svikinna loforða hjá Sjálfstæðisflokknum eða eru menn bara svona ofboðslega fyndnir í vetrarlok?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.