Blær and-, metnaðar- og dugleysis?

Eftir landsfund sjálfstæðismanna um helgina segir RUV að það sé "velferðarblær" yfir flokknum. Um þetta segir Gummi Steingríms: "Það er náttúrlega átakanlegt ef Sjálfstæðisflokknum tekst að selja kjósendum það eftir 16 ára stanslausan flumbrugang, and-, metnaðar- og dugleysi í velferðarmálum að hann sé einhver sérstakur velferðarflokkur allt í einu. En þetta reynir hann." Heyrst hefur af tveggja klukkustunda fundi Hannesar Hólmsteins um daginn, þar sem hann reyndi allt hvað hann gat að telja fundarmönnum trú um að hann væri jafnaðarmaður! Það er greinilega ekki að ástæðulausu að Guðmundur Steingríms varar kjósendur við eftirlíkingum (með velferðarblæ) og bendir á að það sé vænlegra til árangurs að kjósa ósvikna og upprunalega vöru!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband