16.4.2007 | 09:22
Veistu hvaða reglur gilda?
Ef ég hefði verið spurður í þessari könnun hefði ég svarað pass; ég veit því miður ekki hvaða reglur gilda um landvist útlendinga hér, og því gæti ég ómögulega viljað herða þær. Sumir vita meira en aðrir og furða sig á þessari niðurstöðu, vegna þess að hér séu reglur sem eru með því strangasta sem fyrirfinnst. Eríkur Bergmann talar um þetta á sinni síðu, sem og í bókinni Opið land, sem verður mitt fyrsta verk að lesa þegar stóra lokaverkefninu lýkur í skólanum.
Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef reglurnar á Íslandi eru svona strangar og thetta er allt byggt á vanthekkingu (sem ég aetla alls ekki ad efast um) vaeri thá ekki snidugt ad laera af thessari nidurstödu og kynna fólki reglurnar?
Gulli (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:27
Þetta sannar bara enn einu sinni hvað skoðanakannanir eru óvandað mælitæki.
Berglind Steinsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:39
Spurningin sem var spurð er náttúrulega alveg fáranleg - því það gilda afar mismunandi reglur um landvist útlendinga eftir því hvaðan þær koma. Hinar almennur reglur eru MJÖG strangar en síðan eru undantekningar fyrir þá sem búa innan EES svæðisins og mjög óljóst hvað er hægt að breyta því nema segja sig frá samningnum um leið. Var m.a. mjög fróðleg umfjöllun um þetta í Kompás í gær. Ég hefði sennilega gert það sama og síðuritari ef ég hefði fengið spurninguna - og svarað pass - en ekki vegna þess að ég þekki ekki reglurnar (þekki þær mjög vel vegna þess að ég þurfti að kynna mér þær þegar ég gerði misheppnaða tilraun til að aðstoða góðan vin að útvega sér landvistarleyfi) - heldur vegna þess að spurningin er út í hött ef ekki er gerður greinarmunur á því hvort átt er við útlendinga innan EES eða utan þess svæði. Hver stóð eiginlega fyrir svona bjánalegri könnun
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:59
Góður punktur hjá þér.
Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.