30.3.2007 | 12:25
Hip Razical í Músiktilraunum 2007 á laugardag
Bílskúrsbandið okkar hér í Barmahlíð á Krók er nú að á sinni síðustu æfingu fyrir úrslit Músiktilrauna 2007 sem fram fara á laugar- dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi. Þeir Davíð, Snævar, Styrkár og Jón Atli hafa eytt stórum hluta vikunnar í undirbúning; tónlistarlegan sem andlegan. Lögin It stays the same, Untrue Stories og OD hljóma orðið þétt og fagmannlega útfærð. Seinna í dag fer þetta framtíðarinnar stórband Hip Razical suður á bóginn, því hljóðprufur og fundur eru snemma í fyrramálið. Foreldrar sem og aðrir aðdáendur eru spenntir og ætla að fjölmenna af Krók á þennan hápunkt tónlistarferils strákanna. Miðasala hefst kl. 16, miðaverð er kr. 1.000,- og fyrstu hljómsveitir stíga á svið kl. 17.
Áfram Hip Razical!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég fæ nú bara fiðring, djöfull er þetta spennandi fyrir strákana. Brake a leg!!
Karl Jónsson, 30.3.2007 kl. 12:31
Takk Kalli, já þetta er gríðarspenndi verkefni. Ég er ekki í vafa um að þeir leysi það vel af hendi, enda búnir að æfa mikið og samviskusamlega. Lögin þrjú eru fín og ef þeir eiga góðan dag á morgun, þá eiga þeir ágæta möguleika í eitthvert efstu 3 sætanna. Þangað stefna þeir að sjálfsögðu, þar eru 20 hljóðverstímar í verðlaun :)
Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 12:48
Bein útsending verður á Rás 2 á laugardag kl. 17:00 frá úrslitum Músiktilrauna 2007. Reiknað er með að Hip Razical stígi á svið um 35 mínútum síðar.
Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.