29.3.2007 | 20:44
Sirkusatriði veldur valkvíða!
Á sjónvarpsstöðinni Sirkus er nú verið að reyna nýstárlega samsetningu myndar og hljóðs. Sem stendur er þátturinn My name is Earl á skjánum, en án rétta hljóðsins. Undir þættinum hljómar nefnilega þétt popp- og rokktónlist, auk þess sem þátturinn er með íslenskum texta, sem gerir þessa skrýtnu samsetningu enn ruglingslegri. Það er eiginlega útilokað að njóta þessarar stórundarlegu útsendingar, en ég get bara ekki gert upp við mig hvort ég á að loka augunum og hlusta á poppið, eða lækka í hljóðinu og horfa á þöglan Earl. Ég skynja valkvíða hellast yfir...!
Athugasemdir
Ég uppgötvaði að það var hægt að skipta skipti stöð, rétt áður en ég þurfti að fara að anda í poka.... ;C)))
Jón Þór Bjarnason, 30.3.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.