Umsögn Árna Matt um Hip Razical

Hip Razical fyrir tónleikana á fimmtudagÍ Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Árni Matthíasson þær hljómsveitir sem komust áfram í úrslit Músiktilrauna af undankvöldi fjögur á fimmtudag, auk umfjöllunar um þær sveitir sem komust ekki áfram. Um Hip Razical frá Sauðárkróki, sem dómnefndin valdi áfram í úrslitakeppnina, segir Árni: "Hip Razical mættu til leiks eftir tveggja ára æfingar og sýndu gríðarlega framför. Það kom ekki á óvart að bassaleikur var fyrsta flokks, en gaman að sjá að öll sveitin hafði tekið stórstígum framförum, ekki síst í lagasmíðum. Músíkin var nokkuð hefðbundin – fyrra lagið emo, það síðara indískotið, en lögin grípandi góð og söngur mjög vel útfærður."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Gaman að sjá þessa dóma. Nú þurfa strákarnir að æfa enn betur fyrir úrslitin því þar getur allt gerst.

Karl Jónsson, 24.3.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já þetta var fín umsögn, en það er eins og þú segir Kalli, mikilvægt að æfa stíft fram að úrslitakvöldinu. Þeir fundu það hvað lögin bötnuðu og þéttust á stífum æfingum fyrir undankvöldið, en til þess að eiga séns í úrslitum þarf að taka svipaða törn nú í vikunni. Spurning hvort vanir reynsluboltar úr 3 úrslitakeppnum væru til í að gefa þeim góð ráð... kannski kíkja við í bílskúrnum í Barmahlíðinni? :)

Jón Þór Bjarnason, 25.3.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband