Sorgar- og gleðifréttir hjá Ríkisútvarpinu

Aflvana formúlubíll?Á ruv.is og textavarpinu er tvennt sem vekur athygli mína núna. Annarsvegar liggur skip í vanda fyrir akkerum undan Reykjanesi, vegna þess að það er aflvana. Engin hætta er á ferðum, en takið eftir lykilorðinu: Aflvana... ekki vélarvana! Að mínu hyggjuviti verða bílar og skip ekki vélarvana nema vélin sé með öllu úr þeim. Ef vél bilar og þrýtur afl, þá er farartækið aflvana. Þetta fannst mér gleðilegt. Hitt var sorglegt. Að á næsta ári fara vinir mínir til margra ára í Formúlu 1 yfir á sjónvarpsstöðina Sýn. Það þýðir að óbreyttu að ég hætti að horfa á hana, en ég hef ekki lagt það í vana minn að borga fyrir íþróttaefni í sjónvarpi og reikna ekki með að breyting verði þar á. Því horfi ég sorgaraugum til næsta keppnistímabils, þegar minn formúlumótor verður alvarlega aflvana!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég get tekið undir þetta með þér.  Ég næ ekki sýn og mun því ekki geta horft á formúluna á næsta keppnistímabili. 

Þórður Ingi Bjarnason, 20.3.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband