19.3.2007 | 12:43
Alþjóðasamskipti og menningarmunur
Í heimi alþjóðavæðingar er margt að varast í samskiptum við þjóðir sem hafa ólíka siði og menningu. Japanska er t.a.m. annarskonar tungumál en við eigum að venjast, þar sem úir og grúir af sérstökum áherslum og tónbrigðum sem eru síbreytilegar eftir aðstæðum og því hver talar við hvern. Af tillitssemi við Gyðinga er víða ekki boðið upp á ostborgara á stöðum Burger King, því trú þeirra bannar blöndun kjöt- og mjólkurvara. Í Bretlandi er farið að kenna viðskiptaensku sem sumir myndu kalla hálfgert barnamál, en tilgangurinn er að væntanlegir viðskiptavinir finnist þeir frekar á jafningjagrundvelli á fundum. Evrópubúum og Ameríkönum þykir best að tala við fólk í u.þ.b. handleggs- fjarlægð, meðan Arabar vilja standa sem allra næst þeim sem þeir eiga samræður við. Þetta veldur oft skrautlegri sýningu í móttökuboðum, þar sem Arabarnir elta Vestrulandabúana sem ganga viðstöðulítið aftur á bak um allt herbergið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Hehehe... já það getur greinilega verið truflandi fyrir óvana að upplifa svona sérstakar hefðir. Ekki gott að muna ekki það sem fram fór á fundinum vegna þessa. Svo er einhver þjóð (kannski líka Japanir?) sem finnst argasti dónaskapur að heilsa með þéttu handabandi, eins og okkur finnst vera svo trausvekjandi.
Jón Þór Bjarnason, 19.3.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.