19.3.2007 | 09:25
Drengir, sjáiði ekki veisluna?
Var hún ekki einhvernvegin svona spurningin sem fjármálaráðherra bar fram í þinginu á síðasta degi? Árni skilur ekkert í þeim sem gagnrýna, það er yfirfullt veisluborð af kræsingum sem hann og stjórnarliðar hafa borið á borð fyrir þjóð sína. Það sem Árni skilur ekki er að það er allt of mikið af óhollustu á boðstólum, gums og jukk sem sumir verða alltof feitir af, fá hreinlega bara ístru, meðan öðrum verður bara óglatt við það eitt að horfa á gúmmelaðið. Einhæft úrvalið á veisluborðinu höfðar ekki til bragðkirtla allra. En ég held að gagnrýnin byggist ekki hvað síst á því að það var ekki öllum boðið! Það er ljótt að skilja útundan og slíkt á að gagnrýna!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, hann bara fattar þetta ekki maðurinn. Það var nefnilega ekki öllum boðið.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.3.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.