18.3.2007 | 14:07
Skapaðu þinn eigin frama!
Nú er ég að lesa undir próf í Stjórnun og hugurinn uppfullur af gáfulegum kenningum og ráðleggingum úr þeim fræðum. Sumar höfða meira til manns en aðrar og svo er hægt að blanda þeim saman við önnur fræði á ýmsan hátt, til dæmis svona:
Ef þig langar til að verða eitthvað, vertu það þá bara! Skrifaðu niður markmið þín og hafðu þau raunhæf, mælanleg og skemmtileg, og stefndu óhræddur að því ná þeim, jafnvel þótt þér hafi dottið í hug að gera eitthvað "fáránlegt" sem ekki er til í dag. Hugasðu um það hve mörg þeirra starfa sem eru unnin í dag voru ekki til fyrir 10 árum síðan. Það er illmögulegt að spá fyrir um framtíðina, en öruggasta leiðin er samt sú að skapa hana bara sjálfur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
Snilldin ein. Er maður í rauninni ekki alltaf að skapa sér sjálfur umhverfi sitt, hvort sem maður er meðvitaður um það eður ei. Ætli sé ekki rétt að fara bara að taka eftir því og markvisst skapa sér þann stall sem mann langar til að vera á?
Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 14:59
Jú það má segja það, spurningin er kannski líka hvort það er markviss framtíðarsköpun, eða bara flot með straumi, með tilheyrandi flúðum og fossum...? Og svo er ágætt, ef maður veit ekki hver maður er eða hvað maður vill, að hafa í huga orð Þorvarldar Þorsteins: Taktu eftir því sem þú tekur eftir... og haltu því til haga! Summan af því sem vekur áhuga þinn, það ert þú! (ekki það sem þú heldur eða aðrir hafa talið þér trú um ;c)
Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.