18.3.2007 | 09:13
Räikkonen í rauðu?
Á sínum tíma var ég að skrifa um Formúlu 1 fyrir mbl.is og formula.is. Þá var maður alveg á kafi í þessu og eignaðist sína uppáhaldsbíla og -menn. Mika Häkkinen var alltaf minn uppáhalds og þegar annar Finni, Kimi Räikkonen, kom inn sem arftaki lá beinast við að halda með honum. Þeir voru McLarenmenn, andstæðingarnir voru rauðklæddir með ítölsku liði sem ég nefni helst ekki… það heitir held ég Ferrari ;c) Við McLaren- aðdáendur sáum rautt ef Sjúmma gekk of vel, sem því miður var nú ansi oft. Nú er búið að splitta upp manni og bíl: Räikkonen er kominn um borð í rauðan Ferrari og það verður að segjast eins og er að hugur manns er svolítið klofinn þessa dagana. Vonandi venst þetta þegar á líður mótið, en sem stendur horfi ég mest á meistara Alonso aka um í sifurörinni fallegu!
Räikkönen fagnar fullkominni byrjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Þór
Já, það er vandlifað í þessum heimi. En þið McLarenmenn eruð þó búnir að landa sjálfum meistaranum og bíllinn orðin miklu betri, svo þið getið horft mót bjartri framtíð.
Með kveðju frá Frakklandi
Ágúst Ásgeirsson
Ágúst Ásgeirsson, 18.3.2007 kl. 10:34
Heill og sæll Gústi, gaman að fá þig í heimsókn hingað!
Jú það er satt, það getur verið erfitt að sætta sig við svona drastískar breytingar, en eins og þú bendir á hefur bíllinn batnað og líklegast eru gæði í ökumannahópnum ekki lakari. Hjá okkur mörgum eru þetta mestmegnis tilfinningalegir byrjunarörðugleikar og því líklegt að skynsemisröddin verði fljótlega yfirsterkari. Þó engrar áfallahjálpar sé þörf, þá er maður núna eins og krakkarnir í leikskólanum, í nokkurskonar aðlögun ;c) Gæti trúað því að í fyrsta Evrópumóti verði ég alveg kominn yfir þetta og farinn að njóta þess að horfa á nýja menn á nýjum bílum :)
Kveðja af Krók,
Jón Þór
Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.