Anna Kristín sýnir loksins sitt rétta andlit

Anna Kristín GunnarsdóttirAnna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur verið óþreytandi síðustu mánuði að benda á ýmis þarfamál í Norðvesturkjördæmi sem hafa verið vanrækt eða illa sinnt af núverandi stjórnvöldum. Eins og kunnugir vita tapaði Anna Kristín sæti sínu í síðasta prófkjöri Samfylkingar í kjördæminu, hún missti það til sérans Kalla Matt, sem fallið hafði út af þingi fyrir kosningar 2003. Það er mín skoðun að ef Anna hefði verið í sama ham síðustu fjögur ár og hún hefur verið síðustu mánuði, þá hefði það aldrei gerst. Með sama áframhaldi eykur hún hinsvegar líkur á því að Samfylking bæti við sig manni í kjördæminu, sem þarf svo sannarlega á þingmanni eins og henni að halda til að rétta skarðan hlut sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 varð að kíkja á hinn dásamlega WC-ræstir.  Skemmtilegar færslu hjá þér og gott þegar þingmenn fara að gera gagn.

Takk fyrir mig

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hehehe... takk kærlega. Já er þetta ekki allt spurning um nálgun og hugarfar?

Johnny WC - over and out ;c) 

Jón Þór Bjarnason, 17.3.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já hún verður að ná inn.

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Maður vonar það, en það gæti orðið erfitt. Er ekki verið að fækka um einn þingmann NV-kjördæmi? En miðað við baráttugleði og málefnaáherslur undanfarið á hún meira erindi á Alþingi en t.d. Einararnir!

Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband