16.3.2007 | 23:39
Skoðanakannanir, völd og trúarbrögð!
Það er ekki auðvelt að skilja skoðanakannanir, sérstaklega ekki þessa sem kom í dag, þar sem vinsælasta stjórnarsamstarfið er samstarf Samfylkingar og Vinstri-Grænna, en aðeins 2,2% vilja að stjórnarandstaðan starfi saman! Samkvæmt þessu eru það Frjálslyndir sem hafa þennan fælingarmátt, eða hvað? Þótt margt eigi ekki eftir að ganga eftir samkvæmt þessari könnun, þá vona ég að það standi að núverandi stjórn falli. Ekki það að mér finnist hún alslæm, heldur er ég á þeirri skoðun að þetta mikil völd í svona langan tíma séu hættuleg, reyndar alveg stórvarasöm, sérstaklega fyrir okkur sem borgum brúsann. Við of langa valdasetu blindast menn af eigin ágæti og missa tengslin við þjóð sína, en það held ég reyndar að hafi gerst fyrir allnokkru síðan í mörgum málum. Framsóknarmenn finna fyrir þessu í minnkandi fylgi, en um Sjálfstæðismenn gildir allt annað, einfaldlega af því að fylgisspekt og sauðtryggð við þann flokk er svo náskyld trúarbrögðum!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð spennt eftir að vi. grænir bæti enn meira við sig. Komasoh
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:34
Ég sé líka græna jafnaðarmannastjórn fyrir mér ;c)
Jón Þór Bjarnason, 18.3.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.