15.3.2007 | 13:04
Ertu viss? Brigðul dómgreind í dagsins önn!
Hér er um að ræða bók sem fjallar um hæpnar skoðanir fólks, meinlokur eða ranghugmyndir og hvernig þær mótast af misskilningi, rangtúlkun, hlutdrægni, óskhyggju, hagsmunum manna og samfélaginu í heild. Hefurðu lesið þessa bók? Höfundurinn heitir Thomas Gilovich og hann er prófessor í sálfræði sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á ályktunarhæfni fólks. Bókin kom út á íslensku árið 1995, á vegum Heimskringlu. Þetta er ein af mínum uppáhaldsbókum, umræðan í henni er rækileg, skipuleg, fræðilega grunduð og síðast en ekki síst er hún stórskemmtileg aflestrar. Enginn áhugamaður um mannlegt samfélag ætti að láta hana fram hjá sér fara. En ég vara við því að hún gæti farið með þig útfyrir þægindasvæðið og breytt heimsmynd þinni!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.