14.3.2007 | 16:14
Sigurljósmyndir Elsu, Áslaugar, Evu, Thelmu og Svölu
Yngri dóttirin og hennar vinkonur sigruðu í ljósmyndamaraþoni á Opnum dögum í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í síðustu viku og hafa nú sett sigurmyndirnar inn á bloggið sitt, ásamt smá skrifum um tilurð þeirra. Þemun voru fjölbreytt: Ást, Depurð, Fegurð, Draumórar, Guðdómleiki, Hatur, Pálmi, Skilningur, Snilld og Öfund. Hugmyndaflug þeirra er aðdáunarvert og ég fer ekki ofan af því að þarna eru á ferð miklir hæfileikar í túlkun og tjáningu, leikrænum tilburðum, ljósmyndun og myndvinnslu. Þær eru vel að sigrinum komnar. Til hamingju stelpur!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.