14.3.2007 | 11:44
Hver er tilgangurinn?
Það á að taka afrit af efni um kosningar. Það á að afrita efni um aðdraganda kosninga, hvað sem það svo er. Það er skylda safnsins að safna íslenskum vefsíðum, og er það gert þrisvar á ári, en söfnun vegna kosninganna er nánari. Afhverju? Safna á efni sem inniheldur umræður, greinarskrif og fleira. Hvað er þetta fleira? Ef bloggsíður teljast til vefsíðna og skrif og athugasemdir til þess efnis sem safna á, verða menn þá ekki að hafa 100 manna her í þessu? Og af hverju þessi áhugi á "kosningaefni" umfram annað efni? Og hvernig er greint á milli þess og almennra þjóðfélagsumræðna, sem svo sannarlega eru oft mjög pólitískar? Við áhugamenn um frjálsa tjáningu og opið internet ættum að velta þessu fyrir okkur, þegar hið opinbera byrjar kerfisbundið að safna efni, án þess að tilgangurinn sé augljós.
Landsbókasafn safnar efni af netinu varðandi alþingiskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki alltafa ljóst hver tilgangur ráðamanna er. Nú er best að skrifa sem mest um kosningar svo þeir fái nú nóg að gera..
Þórður Ingi Bjarnason, 14.3.2007 kl. 12:17
"Ef bloggsíður teljast til vefsíðna og skrif og athugasemdir til þess efnis sem safna á, verða menn þá ekki að hafa 100 manna her í þessu?"
Nei, tölvur sjá um þetta. Hugbúnaðurinn er til.
"Við áhugamenn um frjálsa tjáningu og opið internet ættum að velta þessu fyrir okkur, þegar hið opinbera byrjar kerfisbundið að safna efni, án þess að tilgangurinn sé augljós."
Tilgangurinn er að varðveita efnið til að eiga heimildir um fortíðina, býst ég við. Rétt eins og dagblöðum, tímaritum og fleiru er safnað.
Guðmundur D. Haraldsson, 14.3.2007 kl. 12:59
Auðvitað er upplagt að nota undanfara kosninga, þegar umræða um þjóðfélagsmál er mjög virk, til þess að safna efni um þetta samfélag sem við nú lifum í. Ég verð bara sjálfkrafa skeptískur við alla kerfisbundna gagnasöfnun og þykir sjálfsagt að stilla upp spurningum; það er okkur bráðhollt að efast í þessu sambandi: Hver ákveður hverju er safnað og hvernig verður það notað. Þessi hugbúnaður sem skannar þetta, er hann samskonar og sá sem USAmenn nota til þess að skanna símtöl sem geta innihaldið "þjóðarfjandsamlega" umræðu?
Jón Þór Bjarnason, 14.3.2007 kl. 13:55
http://web.archive.org/web/*/http://mbl.is
GBB (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.