10.3.2007 | 13:08
Endurtekið efni úr Fréttablaðinu?
Þetta er nánast alveg sama frétt og var í Fréttablaðinu í fyrrahaust, nánar tiltekið þann 21. október (sjá hér að neðan). Ég skrifaði skólagrein um þessi fyrirbæri í vetur, en sófasamfélögin eru 3 hið minnsta (á netinu): CouchSurfing.com, HospitalityClub.com og GlobalFreeloaders.org (ef ég man þetta allt rétt) og byggja á 50 ára gamalli hugmyndafræði Servas International.
Fréttablaðið (2006) Fylgiblað: Allt Ferðir o.fl., laugardaginn 21. október 2006: Allt, ferðir o.fl: Umfjöllun um sófasamfélög og viðtöl við meðlimi, bls. 6-7. Skoðað 21. október 2006, á vefslóðinni: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/061021.pdf
Fékk hugmynd að beddaleit á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því má svo við bæta að hugmyndafræði Servas International er að stuðla að menningarsamskiptum heimshafa á milli, sem geta aukið skilning, dregið úr fordómum og stefnt að heimsfriði.
Jón Þór Bjarnason, 10.3.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.