8.3.2007 | 16:05
Traustur vinur kvenna?
Félagsmálaráðherra er ráðherra jafnréttismála á Íslandi. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í janúar sl. skipaði ráðherrann nýja stjórn hjá Íbúðalánasjóði. Hún samanstendur af fjórum körlum og einni konu. Í dag, þegar jafnréttismálaráðherrann var á leið í ræðustól á Alþingi til að flytja ræðu í tilefni dagsins, þá fékk hann aðsvif. Trúlega er ekkert orsakasamhengi á milli þessara atburða, þó auðvitað gætu þessar staðreyndir og ræðan framundan hafa truflað hugar- eða líkamsstarfsemi ráðherrans með fyrrgreindum afleiðingum. Blessaður karlinn er nú á batavegi en ætti kannski að hugleiða í hvíld sinni hvort hann vill ekki gera meira af því að vera líka "traustur vinur" kvenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.