6.3.2007 | 21:07
Ert þú með stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu?
Kunningjahjónum mínum brá heldur í brún í síðustu viku þegar bréf frá Ríkisskattstjóra datt inn um bréfalúguna, en í því stóð að húsbóndinn á heimilinu hefði stöðu grunaðs manns í Byrgismálinu og að honum bæri að mæta, helst með lögfróðan mann sér við hlið, til yfirheyrslu á tilgreindum tíma. Eftir taugatitrandi mínútur og óþægilegar vangaveltur ákváðu þau hjón að leita svara við þessari ósmekklegu sendingu. Nokkrum símtölum síðar var sannleikurinn kominn í ljós.
Fundist hefði plagg í bókhaldi Byrgisins með undirritun óþekkts manns, sem var hið sama og nafn hins saklausa húsbónda í þessari sögu. Svo virðist sem starfsmenn Ríkisskattstjóra hafi skautað fulllétt í gegnum nauðsynlega rannsóknar- og heimavinnu og valið nánast af handahófi þann einstakling úr símaskránni sem bar líkast nafn. Sett hann svo bara á lista yfir grunaða, bókað yfirheyrsluherbergið, sent bréfið og vonast til að hafa giskað rétt. Hefur þú nokkuð lent í svona taugatrekkjandi hentugleikaúrtaki Ríkisskattstjóra nýverið?
Athugasemdir
Var það ekki frá Ríkislögreglustjóra frekar en frá skattinum, lille skat?
Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 16:23
Sú útgáfa sögunnar var ekki rétt, þetta var skatturinn, lille pjakk ;)
Jón Þór Bjarnason, 11.3.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.