Uppskriftin að Bananakökunni okkar Lisbeth

Fyrir 20 árum bjó ég í Noregi. Þar í landi tíðkast að gefa matar- og kökuuppskriftir, ekki selja þær eins og gert er hér á landi. Í auglýsingum á Discovery síðustu vikur sé ég að Norðmenn gera þetta enn. Þeir sem framleiða vörur nota þessa aðferð til að auka sölu og neyslu á sínum vörum og almenningur nýtur góðs af. Ég á enn margar þykkar möppur (u.þ.b. 1 hillumeter) af ókeypis uppskriftum frá Noregsárunum og man vel eftir sjokkinu sem ég fékk þegar ég flutti heim og var rukkaður fyrir ræfilslegan uppskriftabækling sem lá frammi á afgreiðslukassanum.

Þó að heimilishald byggi almennt á góðri samvinnu, þá skapast samt alltaf hefðir og sérhæfing. Einu sinni var ég miklu fremri minni eðlu spúsu í gerbrauðsbakstri, nú hefur hún algjörlega náð yfirhöndinni og er mér margfalt færari á þessu sviði. En ég á mína uppáhaldsköku sem enginn bakar betur en ég. Þetta er "Lisbeth’s gode bananakake", sem er til á lúnu appelsínugulu ljósriti sem Sonjas Mathus í Fredrikstad dreifði frítt til okkar viðskiptavinanna. Kakan hefur þann kost að vera einföld í framleiðslu og bragðast vel, en svo er líka sérlega heillandi að í hráefnisnotkun er miklum hagsýnisjónarmiðum fylgt: Til að kakan heppnist almennilega verður maður að nota þrjá ofþroskaða banana (sem annars væru á leið út í tunnu!). Fyrir hagsýna kökugerðarmenn fylgir hér íslensk útgáfa af Bananakökunni okkar Lisbeth.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður!

Bý í Noregi og er búin að búa hér í 21 ár og líkar mér bara vel hér. Var að hugsa hvort þú gætir hjálpað mér með þýðinguna á vikudögunum. Á 9 ára gamlann strák sem er að fara með þetta í skólann. En ég bara man ekki hvað mánudagur og sunnudagur þýðir. Hefur þú einhverja hugmynd?

Ætla að prófa uppskriftina þína á banankaken. Mér líst vel á hana!

Bestu kveðjur Hafdís 

Hafdis Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

gaman af þessu. Ég á eftir að prófa hana.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 27.2.2007 kl. 19:28

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég er nú ekki sérfræðingur í vikudögum eða dýpri merkingum á þeim... er heldur ekki viss um að ég skilji spurninguna rétt Hafdís, en máni er tungl og sunna er sól... nær "þýðingu" á þessu kemst ég ekki án frekari höfuðdýfinga :), en...

... skv. almanaki HÍ er: "mánudagur, áður mánadagur, nafnið kennt við tunglið" og "sunnudagur, nafnið dregið af orðinu sunna, þ. e. sól. Dagurinn hét einnig drottinsdagur áður fyrr"  slóð: http://www.almanak.hi.is/rim.html

Vona að þetta hjálpi eitthvað! 

Jón Þór Bjarnason, 27.2.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband