3.2.2007 | 13:41
Myndir af Ferðamáladeild í Færeyjum
Að lokinni vorönn í hitteðfyrra fór hópur ferðamálanema og -kennara úr Háskólanum á Hólum í stórskemmtilega ferð til Færeyja. Gist var í Þórshöfn og farið í mislangar ferðir þaðan, m.a. í dagsferð í boði Ferðaráðs Föroya. Einnig heimsóttum við Kirkjubæ og sigldum fyrir seglum á gamalli skonnortu, en um þetta ferðalag allt hefur nú verið sett inn allravænsta myndasería sem telur rúmar fjörutíu myndir. Þeir sem þekkja sig sjálfa þarna en eru ekki nafngreindir mega gjarna setja inn viðbætur í "athugasemdir"; fyrirfram þakkir fyrir það. Myndaalbúmið má finna hér til vinstri á síðunni, eða með því að smella hér.
Athugasemdir
Snilld Jón Þór...vekur upp góðar minningar....styrkir enn betur þá skoðun mína að við verðum að skjótast í smá útskriftarutanlandsferð núna í mars áður en hópurinn tvístrast um heiminn til að leggja undir sig ferðaþjónustuna
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 15:10
Já veistu ég held bara að það væri snjallræði - ef okkur hlotnast sú lukka að geta gert slíka ferð að veruleika er ég viss um að það mun skapa okkur góðar minningar. Þetta eru síðustu forvöð að gera eitthvað svona saman. Ég er til !!!
Jón Þór Bjarnason, 3.2.2007 kl. 16:10
Æi, hvað þið eruð sætir svona einir á spjallinu! Viljið þið ferðafélaga?
Bekkjarsystir ykkar
NN (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 02:52
Takk fyrir þetta Jón Þór gott framtak og frábærar myndir
Örn
Örn Arnarson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.