19.1.2007 | 11:07
Er það blásýran eða blýið sem blindar?
Í dag er Bóndadagur og mér finnst ég aðeins vera farinn að fá sjón á báðum aftur. Hef verið blindur núna síðan í hitteðfyrra, en þá hafði ég haft sjón um stund. Þá gerði ég mér grein fyrir hvað eitrið hafði verið að gera mér lífið erfitt. En svo blindaðist ég aftur og fór að nota þessi helvítis eiturefni aftur, alveg í rúmt ár, allt þar til nú að ég er farinn að sjá þetta aftur. Og mig hryllir við viðbjóðnum: Skordýraeitur, etanól, tjara, blásýra, ammoníak, aceton, kvikasilfur, brennisteinsvetni, kveikjarabensín, blý, eldflaugaeldsneyti, kolsýringur, o.fl., o.fl. Allt þetta, og miklu meira til, eru eiturefni sem Lýðheilsustöð segir mér að séu í sígarettureyknum sem ég hef verið að soga að mér stóran hluta ævinnar. Ógeðslegt? Heldur betur, algjör viðbjóður. Djöfull getur maður verið blindur, ha?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.