15.1.2007 | 14:44
Var Glitnir að senda út fréttatilkynningar?
Það hefur örugglega bara verið mánudagur í fréttastofufólki á ruv.is í morgun og það ekki nennt að hafa meira fyrir hlutunum en að birta þær fréttatilkynningar sem lágu á borðinu. Allavega var það svo að þegar ég leit þarna við þá fjölluðu þrjátíu prósent innlendra frétta (3 af 10) á forsíðu um Glitni. Fréttirnar höfðu fyrirsagnirnar: "Glitnir undirritar samfélagssamning" "Úthlutað úr menningarsjóði Glitnis" "Glitnir: Gjaldeyrisumræða óraunveruleg". Eins gott fyrir fjölbreytileika í fréttum að mánudagsmorgnar eru bara einu sinni í viku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.