Færsluflokkur: Dægurmál
16.3.2007 | 23:39
Skoðanakannanir, völd og trúarbrögð!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 15:12
Aðstoðum Hallbjörn við að opna Útvarp Kántrýbæ aftur!
Kúreki Norðursins er í vanda, hann vantar nokkrar krónur til að geta opnað aftur útvarpsstöðina sína. Við sem tengjumst Norðvestur- landinu, ferðumst í gegnum Húnvatsnssýslur þar sem útsendingar heyrast, eða erum áhugafólk um kántrýtónlist, hugsjónastarfsemi, landsbyggðarsérstöðu, Skagaströnd, eða bara hina þjóðþekktu guðhræddu hlýju manneskju Hallbjörn Hjartarson, eigum við ekki að láta nokkrar krónur af hendi rakna svo að Útvarp Kántrýbær gæti byrjað útsendingar aftur? Væri það ekki góð tilfinning að geta látið t.d. 1000 krónur af hendi rakna og myndað þar með þann hóp af fallega hugsandi fólki sem endurreisti Útvarp Kántrýbæ vorið 2007?
Reikn.nr: 0160-26-3906
Kt: 050635-3849
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 11:00
Hópnauðgun Dolce & Gabbana?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2007 | 11:30
Vildu ekki framleiðendur eigin sjónvarpsefnis
Þau á Radisson SAS Hótel Sögu þoldu ekki álag umræðunnar og gerðu umdeilda viðskiptavini brottræka, en áttuðu sig svo á því að í sjónvarpskerfinu innanhúss er myndefni sem framleitt er af þessum úthýstu gestum. Tvískinnungurinn varð vandræðalegur, nánast pínlegur. Nú hafa þeir beðið móðurfyrirtækið erlendis um að bjarga sér úr þessari óþægilegu klemmu með því að fá að fjarlægja bláa myndefnið úr sjónvarpskerfi hótelsins. Eins og ég sagði í pistli í gær: Það er af nógu að taka í baráttu gegn klámvæðingu hér heima, en það stendur okkur kannski of nærri?
SAF, Samtök ferðaþjónustunnar hafa í dag bent á hversu ógerlegt sé að yfirheyra eða kanna árlega bakgrunn meira en 400 þúsund erlendra ferðamanna, til að flokka megi þá úr sem eru "okkur" þóknanlegir. Mér myndi reynast erfitt að sinna því siðapostulastarfi svo öllum líkaði; ég myndi kannski byrja á því að taka Bush og Berlusconi út af sakramentinu! Tjón og bótaskylda eru líka hugtök sem heyrast oftar nefnd í þessu samhengi; hver borgar tapið sem flugfélög, veitinga- og afþreyingarfyrirtæki á Íslandi verða nú fyrir, þegar Hótel Saga er búin að taka að sér að úthýsa viðskiptavinum þeirra?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)