Færsluflokkur: Dægurmál

Gömul saga og ný

Svo var það eitt sinn þann óra tíma,

að enga vinnu var hægt að fá.

Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma

við hungurvofuna, til og frá.

Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,

og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.

Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,

um brauð handa sveltandi verkalýð.

 

Þann dag var hans ævi á enda runnin

og enginn veit meira um það.

Með brotinn hausinn og blóð um munninn,

og brjóst hans var sært á einum stað.

 

Úr Verkamanninum, eftir Stein Steinarr


Vantar þig gjaldeyri?

Þeir klikka ekki og eru alveg ómissandi á þessum viðsjálverðu tímum Baggalútsmenn. Á síðunni þeirra, baggalutur.is má nú meðal annars lesa þessar smá-auglýsingar:

Ertu í sorgarferli?

Ekki byrgja reiðina inni. Erum að ráða núna.

Handrukkun Bússa og Valda.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Vantar þig gjaldeyri?

Eigum slatta af erlendri mynt sem fáanleg er gegn vægu gjaldi. Skilyrði er að gjaldeyriskaupendur kafi sjálfir eftir myntinni.

-Þingvallanefnd-

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Viltu slaka á eftir erfiðan dag í bankanum?

Líttu við og slakaðu á í góðra vina hópi. Alltaf heitt á könnunni. Athugið að almenningur er ekki velkominn.

Stjórnarráðið – sælureitur í alfaraleið


Söfnun í Danmörku handa fátækum Íslendingum

Blaðamenn Extra BladetÞeir eru húmoristar dönsku strákarnir hjá Extra Bladet, sem stóðu í gær á götunni með söfnunarbauka og báðu fólk að gefa Íslendingum pening. Húmorinn verður svo enn beittari ef það er haft í huga hvar söfnunin fór fram, haha. Smellið HÉR til að sjá myndskeiðið (virkaði betur hjá mér í IE en Firefox).

Bankauglýsingarnar burt... í bili!

Væri ekki smekklegra, með íslenska efnahags(gl)undrið í huga, að bankarnir kipptu snarlega úr birtingu auglýsingum í fjölmiðlum; sumar með svo óviðeigandi fagurgala að manni hryllir við?

Álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, segir niðurstöðu álagsprófsins sýna að að undirstöður íslensku bankanna séu traustar og að eiginfjárstaða þeirra sé sterk. "Þessar niðurstöður sýna að bankarnir geta staðist veruleg áföll..."(J.F.J., 21. ágúst 2008; heimild: http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188)

Íslenska efnahagsundrið er engin bóla

„Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyrirmyndir á næstu árum og áratugum." Þetta segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, í grein í Markaðnum í dag. (3. september 2008; heimild: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4193/)

Hvað finnst Árna ekki passa í þessum ummælum Agnesar?

„Mér fannst þessi grein Árna náttúrlega algjört reginhneyksli enda finnst mér maðurinn vera reginhneyksli. Hann er eiginlega hálfgert stórslys þessi maður. Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi og svo stígur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt og upphefur sjálfan sig…“ Eins og menn vita stefnir Árni nú Agnesi og vill fá 5 milljónir í miskabætur. Er ÞETTA ekki bara allt í gríni?

Flýtir sinnuleysið fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni?

Ég spái því að margir sveitafélagsmenn á landsbyggðinni vakni upp við vondan draum áður en septembermánuður er úti, þegar í ljós kemur óeðlilega hröð fækkun íbúa í mánuðinum. Ástæðan eru nýjar reglur Strætó bs um frí nemendakort, en á þessu skólaári er þess nú krafist að nemendur eigi lögheimili á stór-Reykjavíkursvæðinu til að fá umrædd kort. Ef menn væru vakandi og á tánum fyrir velferð síns sveitarfélags ætti þetta að vera einfalt reikningsdæmi: Hve miklu tapar sveitarfélagið í glötuðum útsvarsgreiðslum vegna lögheimilisflutnins þessa fólks og væri kannski ódýrara fyrir þau að niðurgreiða strætókortin fyrir nemendurna? Mér skilst að það kosti aðeins um 30 þúsund fyrir allan skólaveturinn. Hætt er við því að nemandi sem flytur lögheimilið sitt suður flytji það ekki alveg í bráð aftur heim í hérað.

Breyttar vindáttir í byggingarbransanum

Mikil lægð er í bygggingarbransanum. Nú segja gárungarnir að ef þú sjáir byggingarkrana snúast á Reykjavíkursvæðinu, sé það vegna þess að vindátt hafi verið að breytast ;)

Eitt sinn hjólfar...

Jarðvegsskemmdir á ásnum handan við ÁlftavötnÁ göngu um Strútsstíg með Útivist í síðustu viku blöstu víða við skemmdir á jarðvegi, sem jeppakallar fyrri tíma ollu með akstri sínum. Sem betur fer hefur vitund um skaðsemi utanvegaaksturs aukist og stórlega dregið úr honum í seinni tíð. Mörg þeirra sára sem við blasa eru nokkurra tuga ára gömul, en þau hverfa aldrei. Á meðfylgjandi mynd má glögglega sjá hvernig eitt saklaust hjólfar eftir bíldekk hefur orðið að heljarinnar skurði í áranna rás. Sorglegt, ekki satt?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband