Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 10:47
Flýtir sinnuleysið fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni?
Ég spái því að margir sveitafélagsmenn á landsbyggðinni vakni upp við vondan draum áður en septembermánuður er úti, þegar í ljós kemur óeðlilega hröð fækkun íbúa í mánuðinum. Ástæðan eru nýjar reglur Strætó bs um frí nemendakort, en á þessu skólaári er þess nú krafist að nemendur eigi lögheimili á stór-Reykjavíkursvæðinu til að fá umrædd kort. Ef menn væru vakandi og á tánum fyrir velferð síns sveitarfélags ætti þetta að vera einfalt reikningsdæmi: Hve miklu tapar sveitarfélagið í glötuðum útsvarsgreiðslum vegna lögheimilisflutnins þessa fólks og væri kannski ódýrara fyrir þau að niðurgreiða strætókortin fyrir nemendurna? Mér skilst að það kosti aðeins um 30 þúsund fyrir allan skólaveturinn. Hætt er við því að nemandi sem flytur lögheimilið sitt suður flytji það ekki alveg í bráð aftur heim í hérað.
20.8.2008 | 09:17
Óli og strákarnir okkar á stífu ferðalagi
"Það voru bara tvær leiðir, önnur upp og hin niður. Við fórum upp en það hefst strax undirbúningur að næsta verkefni. Við tjöldum kannski aðeins og njótum augnabliksins en svo pökkum við saman öllu draslinu og höldum áfram." sagði Ólafur Stefánsson handsnilli eftir sigurinn á Pólverjum í morgun.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 14:15
Tækninni fleygir fram... og aftur!
Ungur drengur var með eldri frænda á ferð í bíl nýverið. Það var heitt í veðri og þegar sá stutti kom í bílinn voru rúður niðri til að lofta inn. Frændinn ók bílnum stuttu síðar inná stæði við verslun og drap þar á. Stráksi bað hann þá um að svissa aftur á bílinn; hann hefði gleymt að skrúfa upp rúðuna. Það þarf ekki að svissa á hann til þess, sagði frændinn "þú snýrð bara handfanginu þarna á hurðinni og skrúfar þannig upp." Sá ungi horfði vantrúaður á frændann, en sá svo að rúðan færðist uppávið þegar hann sneri varlega handfanginu. Sagði svo yfir sig hrifinn: "Djís, þetta er ótrúlegt... rosa er þetta orðið tæknilegt maður, ha?!"
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 13:15
Sérstaða Útvarps Kántrýbæjar
Fyrirtækjum er það mikilvægt að ná að skapa sér sérstöðu á markaði og þetta veit Hallbjörn Hjartarson, sem af mikilli þrautsegju sendir enn út kántrýtónlist og "vinur-minn"-spjall á útvarpsstöðinni sinni á Skagaströnd. Með sinni sérstöku rödd les hann auglýsingarnar sínar sjálfur. Í einni þeirra kemur hann inn á sérstöðu sinnar stöðvar, nefnilega að Útvarp Kántrýbær sé "eina útvarpsstöðin á Íslandi sem næst á Þverárfjalli!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 17:18
Stunginn á GayPride!


![]() |
Tugþúsundir í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)