Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
9.4.2008 | 08:24
Orðljótur, drykkfelldur ónytjungur
Leikstjórinn Oliver Stone er nú að vinna að mynd um George W. Bush, en hann hefur áður gert myndir um Kennedy og Nixon. Stone segist ekki vera að gera áróðursmynd gegn Bush, hann sé bara að reyna að skilja hvernig þessi maður, sem var orðljótur drykkfelldur ónýtjungur, gat orðið forseti Bna og þarmeð valdamesti maður heims (ruv.is 9.4.2008). Myndtengingin við þetta blogg segir hug minn allan: Burt með Búskinn! ;)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 23:13
Myndir frá Austurríki
Brettaferð aldarinnar er lokið, liðið komið heim frá Austurríki og myndir byrjaðar að detta inn í myndaalbúmið hér á síðunni. Þó Moggabloggið hafi í dag, vegna afmælisins, gefið sig út fyrir að vera búið að breyta og lagfæra myndahlutann þannig að við notendur ættum auðveldara að vinna með hann, verður að segjast eins og er að hann er enn afar hæggengur og dapur, miðað við aðra vefi þar sem maður setur inn myndir. Enn er því mjög tímafrekt að setja inn myndir og þessvegna koma Austurríkismyndir inn hægt og rólega næstu daga.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)