Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
6.2.2008 | 08:35
Sérstök upplifun
Það verður örugglega alveg einstök upplifun, að standa á toppi Hvannadalshnjúks með víðátturnar allt um kring, en sjá ekki neitt sökum mannmergðar. Og kyrrðin maður lifandi...
Hópferð á Hvannadalshnjúk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 12:49
Vandræðaleg
Ein vinkona mín á í mesta basli með sitt neðra og er því ekki í góðum sköpum; er í tómu tjóni og eilífum aðgerðum sem lítið gagnast. Á meðan á þessu stendur finnst henni hún ekki vera með neitt skemmtileg, heldur bara leiðinda vandræðaleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 12:18
Sjaldsénn texti
Þegar snjóruðningstæki hófust handa á Húsavík í vetur var alllangt síðan síðast og því þurfti að fjalla um það í þingeyska fréttamiðlinum Skarpi. Þar var frétt á baksíðu, mynd af snjóruðningstæki og fyrirsögnin: Sjaldsénn snjómokstur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 07:56
Eins og...?
Rjómabollurnar renna út... eins og heitar lummur ;)
Rjómabollurnar renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)