Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hættuleg hugmyndafræði um velferð og efnahag

reiður strákurHugmyndafræði þeirrar langþreyttu stjórnar sem senn lætur af völdum hefur byggst á því að efnahagslífið sé undirstaða mennta- og velferðarkerfisins. Margir eru hinsvegar þeirrar skoðunar að þarna sé málunum snúið á haus; vænlegra væri að byggja upp öflugt og traust velferðarkerfi, sem veitir okkur og börnum okkar jafnari tækifæri í lífinu, t.d. hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu, og að slík fjárfesting í fólkinu í landinu sé í raun traustasti grunnur þess að atvinnu- og efnahagslíf geti blómstrað. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag að í dag eru að alast upp börn sem búa við mikinn ójöfnuð og skert lífsgæði. Þetta hafa Sjálfstæðismenn aldrei skilið, þótt þeir gefi annað í skyn rétt fyrir kosningar!

Den Islandske hest - Fagranes i Skagafjordur 1993

Kolbeinn Jónsson Eiríkssonar DrangeyjarjarlsDanska sjónvarpið endursýndi áðan heimildarmynd frá 1993 um hesta og menn á Fagranesi á Reykjaströnd. Stemningin í myndinni er fín, svona eins og hún gerist best í sveitasælunni, og svo er ekki síður gaman að sjá sveitunga sína á yngri árum, t.d. Kolbein unga, sem hefur leiðsagt ferðamönnum um Gretti sterka í Drangey mörg síðustu ár. Smellið HÉR og veljið: Se Programmet.

Bullkönnun Capacent Gallup?

Getur könnun sem byggir á svörum aðeins 61 manns í heilu kjördæmi talist marktæk? Flokkur sem mælist með um 14% fylgi í þessari könnun, sem hefur 13,7% vikmörk, hefur því fylgi einhversstaðar á milli 0,7% og 28%!!!  Auðvitað er þetta algjörlega ómarktækt og óforsvaranlegt að birta sem vísindalega niðurstöðu!

Sjáið nýju brautina á Króknum!

Tengill hér á myndir af nýju brautinni við Sauðárkrók, þar er allt að verða tilbúið, klúbbhús sem keppnisaðstaða. Frábært framtak drífandi fólks!
mbl.is Vélhjólamenn í Fjarðabyggð vilja braut fyrir torfæruhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er fólkið að gera?

Getur einhver svarað því, hvað fólkið á myndinni er að gera?Getraun

Endurnýjaðu tölvuna - Ekki gera tæknileg mistök!

Ekki endurræsa 12 ára gamla tölvu, hún er full af vírusum, eins og t.d. ojofnudur.exe, samgöngustopp.exe, Iraq.exe, ostjorn.exe, bidlistar.exe, verdbolga.exe, falungong.exe. Þrátt fyrir að vera orðin 12 ára og úr sér gengin er verð á svona vírusmaskínu óstjórnlega hátt, uppreiknað með vísitölu. Þeir sem velja XS-2007-módelið vita að það er jafnréttisvænt, samgönguvænt, atvinnuvænt, barnvænt og laust seinagang og bið(lista). Svona auglýsir nú Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi skemmtilega á forsíðu dagskrár- og auglýsingabæklingsins Sjónhorns í dag.
mbl.is ASÍ gerir ekki ráð fyrir harðri lendingu hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einni spurningu ósvarað...

Nú er maður búinn að heyra margar hliðar á þessu máli, en það hefur alveg farið framhjá mér ef þeirri spurningu hefur verið svarað hvað tengdadóttirin hafði sér til málsbóta umfram þá sem var hafnað! Það voru tugir manns sem sóttu um, átján fengu, en höfðu hinir sem hafnað var þá dvalið skemur en 15 mánuði í landinu? Þeir sem sitja nú með sárt ennið og engan ríkisborgararétt ættu að láta í sér heyra; skýra frá aðstæðum sínum ef þeir telja sig hafa uppfyllt skilyrðin betur en tengdadóttirin. Helst vildi maður fá svar við þessari spurningu frá Allsherjarnefnd.
mbl.is Um ríkisborgararétt og Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keðjubréfaruglið

Í dag fékk ég einu sinni enn keðjubréf og í þetta sinn fjallaði innihaldið um gagnsleysi peninga: Þú getur keypt þér rúm, en ekki svefn… þú getur keypt þér kynlíf, en ekki ást, o.s.frv. Þetta er víst einhver kínversk speki. Þeir sem senda keðjubréfið til 20 vina detta í lukkupottinn og í bréfinu eru sögur sagðar þessu til vitnis, um fólk sem varð heppið: Það vann í lottói og eignaðist... já, PENING !!!  Halló?  Ef maður sendir bréfið ekki áfram innan tiltekins tíma, þá hellist yfir mann ógæfa... manni er hreinlega hótað hörmungum! Í bréfinu segir að það sé búið að fara 8 sinnum kringum hnöttinn. Hver telur og breytir bréfinu reglulega til samræmis við fjölda hnattferða? Bréfið er sagt sent af trúboðanum Anthony De Croud. Hverskonar trúboði er það sem hótar fólki öllu illu ef það hlýðir honum ekki, og fer svo á skjön við sín eigin trúarbrögð þar sem mönnum er sagt að treysta guði? Er nema von að maður dragi stundum í efa skynsemi og ályktunarhæfni fólks?

Gæði í mannvirkjagerð og gagnsemi ljóskunnar

Æ hvað það var eitthvað skrýtið að sjá þær saman á baksíðu Moggans, fréttina um aukin gæði Þorgerðar Katrínar í mannvirkjagerð, og fréttina um Pólverjana sem þjást af andþrengslum, ógleði og höfuðverk eftir vinnu sína í göngum mannvirkisins eystra.
Ég veit ég er ekki einn um að finnast Sjálfstæðisflokkurinn tala síðustu vikur í hróplegu ósamræmi við margar gjörðir flokksins síðustu 16 ár við völd! Og af því að minnst er á "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu" má ég til með taka undir með einum ágætum penna sem sagðist ekki skilja æsing Íhaldsins yfir tali Jóns Baldvins; það væri nú ekki eins og hann hafi ætlað að hafa neitt "gagn af þessari sætu stelpu eftir ballið"? Gæði í mannvirkjagerð þurfa að sjálfsögðu líka að snúast um aðbúnað og mannréttindi þeirra sem reisa þau!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband