Sljór hugur og andleysi

Síðustu dagar hafa einkennst af sleni og syfjandahætti, hugsanir komið fáar og farvegir fyrir þær frekar stíflaðir. Skyldi nokkurn undra; afeitrunarferlið sem hófst fyrir sex dögum síðan stendur nú sem hæst og síðan þá hefur maður vafrað um sem svefngengill, starandi sljóum augum út í tómið. Drepið var í síðusta sígarettunni á þriðjudagskvöldið síðasta og hefur ekki verið kveikt í annarri síðan, allt samkvæmt áætlun. Maður reynir að taka andleysinu og doðanum með æðruleysi og vonar bara að heilinn verði kominn í samt lag og orðinn sæmilega nothæfur áður en skólinn hefst í næstu viku. Annars er maður í slæmum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband