27.12.2006 | 16:48
Ógæfan eltir hraunmolaþjóf
Kanadísk kona sem ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar tók með sér minjagripi í formi tveggja hraunmola og hefur væntanlega verið nokkuð lukkuleg með feng sinn til að byrja með. En eftir að hún kom heim til Kanada byrjaði ógæfan að elta hana. Þegar hún frétti svo af því að á Hawaii séu ferðamenn varaðir við að taka minjagripi úr náttúrunni, með því veki þeir upp reiði guðanna og kalli yfir sig ógæfu, þá ákvað konan að reyna að bæta fyrir ráð sitt. Ferðamálastofa segir frá þessu á vef sínum í dag, en sú kanadíska sendi þeim hraunmolana í pósti rétt fyrir jól, með beiðni um að molunum yrði komið aftur út í íslenska náttúru. Starfsmenn Ferðamálastofu segjast að sjálfsögðu verða við þeirri bón, en kannski er líka ráð að koma þessum boðskap til allra þeirra sem eru uppvísir að virðingarlausri umgengni um okkar viðkvæmu náttúru?
Athugasemdir
Ég veit... ég er skrítinn, en ég trúi þessu
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.