19.12.2006 | 09:13
Fleiri spurningar en svör
Lektor við Háskólann í Reykjavík sagði í fréttum á ruv.is í gær að stækkun álvers við Straumsvík og virkjanaframkvæmdir sem henni tengjast gætu hamlað gegn samdrætti í efnahagslífinu á næstu árum. Það sem vantaði alveg í fréttina var hvort lektorinn hefði skoðað áhrif umræddra framkvæmda ein og sér, eða í samhengi við aðrar stóriðju- framkvæmdir sem einnig eru á döfinni. Þetta kom ekki fram í máli lektorsins og frétta- maður leitaði ekki svara við þessum nauðsynlegu spurningum. Einstök framkvæmd getur komið í veg fyrir samdrátt, en samanlögð áhrif fleiri framkvæmda geta valdið enn frekari þenslu, óhagstæðri gengisþróun og hækkandi verðbólgu. Frétt ruv.is skilur okkur því eftir með fleiri spurningar en svör, og það eru vondar fréttir sem slíkt gera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.