Hafði einhver fyrir því að láta þig vita?

Manstu eftir að hafa fengið tilkynningu eða sendingu í pósti frá yfirvöldum um breytingar sem þau hafa staðið fyrir sem hafa haft áhrif þína hagsmuni? Stjórnvöld eru sínkt og heilagt að ráðskast með okkar mál, til þess eru þau jú kjörin, þau breyta og segjast vera að bæta, en hafa sjaldan fyrir því að kynna breytingar fyrir okkur með beinum hætti. Ef málið þykir nógu merkilegt fyrir fjöldann, er umdeilt á einhvern hátt, eða hægt að nota það í pólitískum tilgangi, þá sjá fjölmiðlar stundum um að upplýsa um þær breytingar sem orðið hafa á okkar málum. En þetta nær sjaldnast meiru en að skrapa yfirborðið og svo er maður háður því að hafa fylgst með fréttum þá daga til að hreinlega missa ekki bara af því sem snertir mann. Hér á landi þarf maður oft að grafa djúpt og hafa mjög mikið fyrir því komast að því hver eru réttindi manns.

Um tíma bjó ég erlendis og eignaðist þar tvö börn með minni konu. Stuttu eftir fæðingu fyrra barnsins fóru okkur að berast ýmsar upplýsingar í pósti, um okkar nýju stöðu sem foreldrar, skyldur okkar og réttindi sem þessu fylgdu. Við fengum sendingar með ýmsum góðum ráðum fyrir nýbakaða foreldra, en þetta er bara lítið dæmi af mörgum um hvernig stjórnvöld þar höfðu frumkvæði að því að upplýsa okkur ef tilefni gaf til. Í löndunum í kringum okkur virðast stjórnvöld vera að uppfylla allt annarskonar upplýsingaskyldu gagnvart borgurum sínum en hér þekkist. Þar eru líka starfandi öflug neytendaráðuneyti til að gæta hagsmuna frænda okkar og nágranna á mýmörgum sviðum sem snerta almannhag. Stjórnvöld á Íslandi eru sífellt að vinna í málum sem hafa bein áhrif á þína hagsmuni, en hvenær hafði einhver fyrir því að láta þig vita?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband