14.12.2006 | 19:43
Burt með brjóstin
Nýverið fjárfestum við á heimilinu í forláta þrekhjóli með öllum mögulegum stillingum þannig að nú getum við svitnað við að hjóla upp og niður brekkur, allt innanhús. Sem er kannski eins gott, því ekki viðrar nú mikið til hjólaferða úti. Svo áskotnaðist okkur biluð 100kg Weider-þrekæfingastöð sem gert var við og hún sett í bílskúrinn. Eftir andlega byrjunarörðugleika fyrstu vikurnar er ég nú farinn að njóta þess að hjóla og pumpa nokkrum sinnum í viku og því stefnir allt í að innan skamms verði ég hættur að líta út eins og ég sé óléttur. Til viðbótar þessu má svo nefna að ef ástundun helst sem horfir á þessum nýju þrekvirkjum næstu mánuðina, má allt eins reikna með að brjóstum á heimilinu hafi fækkað um tvö áður en vorar.
Athugasemdir
Ertu s.s. að segja mér að þú sért að yfirgefa óléttuflokkinn á Hólum og aðeins ég og Jónas eftir, a.m.k. af karlþjóðinni......
Gunnar P (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 08:18
úfff ég var nú bara búin á því eftir að hafa lesið um alla þessa hreyfingu
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 15.12.2006 kl. 11:44
Andsk...maður verður greinilega að fara að gera eh fyrst nafn manns er dregið fram á opinberum vettvangi og það í sömu setningu og óléttuflokkur er ræddur :o(...hvað fékkstu þetta hjól
Jónas G (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.