Knappur og hnitmiðaður ritstíll

Ég fer stundum inn á vef Jónasar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra (jonas.is) og les um það sem honum liggur mest á hjarta. Stundum er umfjöllunarefnið úr heimsmálunum, en einnig héðan úr okkar litlu veröld á landinu kalda. Hann gerir talsvert af því að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Ekki veitir af. Þó ég sé ekki alltaf sammála honum er kosturinn við hans skrif hans að þau eru stutt og hnitmiðuð og oftast sagt þannig frá að kjarni málsins kemst vel til skila í fáum orðum. Á nokkrum mínútum annan hvern dag getur maður fengið góðan skammt af beittri gagnrýni hjá Jónasi. Ég sem er þekktur fyrir frásögn í löngu máli og lausa fingur á lyklaborði gæti verið hollt að stúdera betur knappan og hnitmiðaðan ritstíl Jónasar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband